Útgefið efni Kennslumiðstöðvar

Kennslumiðstöð gefur út eigið efni sem er að finna á rafrænu formi á Issue og í einu tilfelli gefið út. Tímaritið sem kemur út einu sinni á ári er gefið út á blaði og einnig rafrænt. Árbókin er yfirlit yfir verkefni hvers árs og kemur eingöngu út á rafrænu formi. Skrifaðar hafa verið tvær handbækur, annars vegar fyrir kennara og hinsvegar fyrir aðstoðarkennara. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á ensku og eru að finna á Issue í rafrænu formi.

Bækur Kennslumiðstöðvar

Kennslumiðstöð á safn bóka um kennslufræðileg málefni. Kennurum Háskólans stendur til boða að fá bækur safnsins að láni. Nánari upplýsingar er að fá hjá Kennslumiðstöð HÍ. Einnig má benda á bókasafn Menntavísindasviðs í Stakkahlíð sem hefur yfir að ráða fjölda rita um kennslumál á öllum skólastigum.

Tímarit um kennslu

Hér er að finna safn tímarita sem fjalla um háskólakennslu. Hægt er að smella á nafn tímarits til að tengjast því. Mikill meirihluti tímaritanna er aðgegnilegur í gegnum landsaðgang í Þjóðarbókhlöðu (ÞBH) og skráist því ,,opinn” í reit aftan við tímaritið. Ef svo er ekki er það einnig merkt inn aftan við tímaritið. Nokkur tímaritanna eru með skertan aðgang þ.e. bíða þarf í allt að eitt og hálft ár þangað til veittur er frjáls aðgangur að nýju efni. Listarnir eru tvenns konar. Annar er tímarit um háskólakennslu, hinn er listi yfir ýmsar námsgreinar