Canvas er námsumsjónarkerfi sem öll námskeið í Háskóla Íslands nota. Til þess að fá aðgang að Canvas smella kennarar á námskeiðsheitið í Uglu og þá opnast kennsluvefur námskeiðsins í Canvas.
Upplýsingar um Canvas í Háskóla Íslands eru á vefslóðinni: https://canvas.hi.is. Þar eru upplýsingar um þá fræðslu sem er í boði fyrir starfsmenn skólans.
Grunnþjálfun í notkun Canvas er einnig aðgengileg kennurum sem netnámskeið: https://haskoliislands.instructure.com/courses/348 og einnig er hægt að nálgast ýmsar bjargir á Internetinu.
Kennslusvið sendir reglulega út tölvupósta, til kennara, þar sem námskeið og vinnustofur í Canvas eru auglýstar.
Allir kennarar í Háskóla Íslands eiga einnig að vera með aðgang að Kennarar - Leiðbeiningar sem eru uppsettar inni í Canvas námskeiði. Þar eru meðal annars leiðbeiningar fyrir upptökur í Canvas Studio, fjarfundi í Teams og Zoom og fleira.
Háskólinn á Akureyri er með leiðbeiningar fyrir Canvas á vefslóðinni: https://wiki.unak.is/display/VIS/Canvas
Algengar spurningar sem kennarar hafa eru á vefslóðinni: http://canvas.hi.is/algengar-spurningar-2/
Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið þjónusta og leiðbeina kennurum varðandi hvernig þeir nota námsumsjónarkerfið Canvas. Fyrirspurnir og ábendingar um eitthvað í Canvas eða beiðni um aðstoð vegna Canvas skal senda í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs , í netfangið help@hi.is og í síma 525 4222.
Frágangur einkunna
í Canvas og Uglu
Á vefslóðinni http://canvas.hi.is/stilla-vaegi-verkefna-i-canvas/ eru leiðbeiningar um hvernig vægi verkefna er stillt í Canvas.
- Hér er hægt að hala niður pdf af bæklingi um einkunnir, punkta og vægi í Canvas
- Hér er hægt að horfa á myndband um punkta, vægi og lokaeinkunn í Canvas
Leiðbeiningar fyrir hvað kennarar þurfa að gera áður en gengið er frá lokaeinkunn úr Canvas yfir í Uglu.
http://canvas.hi.is/fragangur-einkunnabokar-fyrir-lokaeinkunn/
Við skráningu lokaeinkunna í Uglu er hægt að sækja lokaeinkunn sjálfvirkt úr Canvas. Leiðbeiningar eru á síðunni Algengar spurningar kennara http://canvas.hi.is/algengar-spurningar-2/ í flýtistikunni Hvernig flyt ég lokaeinkunn úr Canvas í Uglu.